Tölfræði um tölfræði


Upplýsingaþjónusta

Símanúmer upplýsingaþjónustu

528-1100

Tölvupóstur

upplysingar@hagstofa.is

Vefform

Hafa samband

Eitt af þremur gildum Hagstofu Íslands er Þjónusta. Undir því gildi starfrækir Hagstofa Íslands upplýsingaþjónustu.

Starfsfólk upplýsingaþjónustu Hagstofunnar svarar fyrirspurnum og leiðbeinir notendum um vef Hagstofunnar.

Hægt er að hafa samband við upplýsingaþjónustuna á marga vegu, til dæmis með því að líta inn í Borgartúni 21a í Reykjavík, en langoftast berast fyrirspurnir þó í síma, í tölvupósti eða í gegnum vefform (sem er þá svarað með tölvupósti).

Hvernig hefur fólk samband?

Oftast er þjónustan veitt í gegnum síma (um 190 sinnum á mánuði) en þar á eftir með tölvupósti/í gegnum vefform (um 120 sinnum á mánuði).

image/svg+xml



Fréttatilkynningar

Heildarfjöldi frétta 2016

247 (244 á ensku)

Breyting frá 2015

6% færri fréttir 2016

Vinsælasta frétt 2016

Vísitala neysluverðs í september

Hagstofa Íslands gefur út fjölda fréttatilkynninga í hverjum mánuði. Fréttatilkynningar geta fylgt uppfærslu á töflum en einnig útgáfu Hagtíðinda eða öðru fréttatengdu efni frá Hagstofunni. Í flestum tilvikum er tilkynning gefin út bæði á íslensku og ensku.

Árið 2016 gaf Hagstofan út 247 fréttatilkynningar á íslensku. Af þeim voru 244 einnig gefnar út á ensku. Samanlagt voru fréttatilkynningar Hagstofunnar því 491. (6% færri fréttir en árið 2015).

Þá eru ekki taldar með uppfærslur á talnaefni sem eru birtar án fréttatilkynningar. Allar fréttatilkynningar eru settar á birtingaráætlun , uppfærslur talnaefnis (án tilkynningar) og útgáfa Hagtíðinda.

Hvenær í mánuðinum eru fréttir gefnar út?

Myndin sýnir meðaltal fjölda útgefinna frétta reiknað fyrir hvern mánaðardag árið 2016. Því hærri sem línan er, því oftar er frétt gefin út á þeim degi mánaðarins.

image/svg+xml 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 0.1 frétt 3.5 fréttir 0.8 fréttir 1.9 fréttir



Fréttaáskrift

Heildarfjöldi áskrifenda

6010 (við árslok 2016)

Skráning á póstlista

Fréttaáskrift

Við útgáfu á fréttum Hagstofunnar er áskrifendum á viðeigandi póstlistum sendur tölvupóstur. Hægt er að skrá sig á einn eða fleiri af þeim 25 póstlistum sem Hagstofan starfrækir. Hagstofan býður einnig upp á RSS-fréttaveitu sem er brotin upp eftir sömu flokkum og póstlistarnir.

Útlit tölvupósts sem sendur er á póstlistana fékk andlitslyftingu árið 2016.

Hvert sendir Hagstofan tölvupóstana?

Fjöldi tölvupóstssendinga á póstlista Hagstofunnar. Flestar tilkynningar voru sendar á póstlista fyrir sjávarútvegstölfræði og fæstar á póstlista fyrir lífskjör (að frátöldum þeim listum sem ekkert var sent á árið 2016) .

image/svg+xml Sjávarútvegur Utanríkisverslun Verðlag Fyrirtæki Laun og tekjur Vinnumarkaður Ferðaþjónusta Þjóðhagsreikningar Mannfjöldi Iðnaður Fjármál hins opinbera Ýmislegt Menntun Landbúnaður Þjóðhagsspá Vísindi og tækni Félagsmál Kosningar Heilbrigðismál Lífskjör

Hagstofa.is

Vefur Hagstofunnar, hagstofa.is, er helsti samskiptamiðill stofnunarinnar. Mest sótta síða vefsins árið 2016 (að frátalinni forsíðunni) var Helstu vísitölur.

Helstu vísitölur ársins 2016

Vísitala neysluverðs (grunnur 1988)

jan.feb.mar.apr. maíjún.júl.ágú. sep.okt.nóv.des.
428,3431,2432,8433,7 435,5436,3434,9436,4 438,5438,5438,4439,0

Byggingarvísitala (grunnur 2010)

jan.feb.mar.apr. maíjún.júl.ágú. sep.okt.nóv.des.
128,2127,9128,0128,4 130,8131,8131,9131,6 131,6131,2130,8130,2

Launavísitala (grunnur 1989)

jan.feb.mar.apr. maíjún.júl.ágú. sep.okt.nóv.des.
545,0564,0568,8570,4 573,1581,6581,9583,4 586,7588,3589,9592,2

Greiðslujöfnunarvísitala (grunnur 2008)

jan.feb.mar.apr. maíjún.júl.ágú. sep.okt.nóv.des.
150,5151,7152,2157,5 159,2160,0161,2164,0 164,0164,5165,6165,9


Landshagir

Fjöldi rita

25

Ritstjórar í gegnum árin

7

Tölfræðihandbók Hagstofu Íslands, Landshagir, var gefin út samfleytt í 25 ár. Árið 2016 var tekin ákvörðun um að hætta útgáfu ritraðarinnar.

Þegar Landshagir voru fyrst gefnir út hafði veraldarvefurinn ekki náð þeirri fótfestu sem hann hefur í dag. Á þeim tíma var mikill fengur í tölfræðihandbókinni því bókin var samantekt á hagskýrslum hvers árs fyrir sig.

Í dag eru tölurnar sem Hagstofan gefur út aðgengilegar á veraldarvefnum og því hefur dregið verulega úr nytsemi handbókarinnar með innreið Netsins. Af þeirri ástæðu tók Hagstofan ákvörðun um að hætta útgáfu þessarar ritraðar sem um árabil þjónaði tilgangi nokkurskonar hagtalnagagnagrunns.

image/svg+xml Fyrsta útgáfaLandshaga Atriðisorðaskráog myndritumbætt við Geisladiskur meðlöngum tímaröðumfylgir bókinni.Styttri tímaraðir íbókinni Alþjóðlegumsamanburðibætt við Landshagir í lit(blár litur).Köflum breytt ogmyndrit nota litinn Töflurnarorðnar300 Landshagirverða aðharðspjaldabók Myndrit fánýtt útlit.Vefslóðir birtar við töflur Geisladiskurinn hættir.Veftöflur taka við.Myndayfirliti bætt við Bókin í fullum lit.Þemamyndum,efnisumfjöllun ogstuttum fróðleikbætt viðhvern kafla. Gerð tilraunmeð myndrænaframsetninguá korti Köflum raðaðupp eftirnýjum vef Bókin einungis rafræn.Erlendur samanburðurfærður inn í efniskafla.Síðasta útgáfa Landshaga. 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015

Að gefa út ritröð eins og Landshagi krefst mikillar vinnu. Í gegnum árin hafa sjö einstaklingar ritstýrt verkinu. Heildartöflufjöldi hefur farið frá 220 töflum í fyrstu útgáfu, upp í 348 töflur árið 2007 og niður í 277 töflur í síðustu útgáfunni. Myndritum fjölgaði jafnt og þétt frá árinu 2006 eftir að hafa verið svipað mörg frá því að þeim var bætt inn árið 1994. Í síðustu útgáfunni voru myndritin orðin 68 talsins. Uppbygging Landshaga tók sömuleiðis miklum breytingum í gegnum árin og fagmennskan ávallt höfð í fyrirrúmi.

Hagstofa Íslands þakkar öllum þeim sem komu að þessari metnaðarfullu ritröð í gegnum árin fyrir þeirra starf.

Talnaefni

Hagstofa Íslands gefur út mikið magn af talnaefni á íslensku og ensku. Hver sem er getur nálgast talnaefnið og nýtt það í eigin greiningum.

Við árslok 2016 hafði töflum fjölgað um rúmlega 6% frá fyrra ári og voru þá í heildina orðnar 3515 töflur.

Hvaða töflur eru til?

Veftöflur Hagstofunnar eru flokkaðar eftir sömu fimm meginflokkum og aðalvefur Hagstofunnar: Íbúar, Samfélag, Atvinnuvegir, Efnahagur og Umhverfi. Flestar töflurnar tilheyrðu flokknum Samfélag en fæstar Umhverfi.

image/svg+xml Samfélag Atvinnuvegir Íbúar Efnahagur Umhverfi Vísindi og tækni Fyrirtæki Sjávarútvegur Ferðaþjónusta Landbúnaður Samgöngur Iðnaður Orkumál Launakostnaður Miðlun Skólamál Félagsmál Menning Vinnumarkaður Heilbrigðismál Laun og tekjur Lífskjör Dómsmál Utanríkisverslun Opinber fjármál Þjóðhagsreikningar Vísitölur Þjóðhagsspá Losun lofttegunda Veðurfar Úrgangur Landupplýsingar Vatnafar Manntal Kosningar Fæddir og dánir Mannfjöldi Fjölskyldan Búferlaflutningar Mannfjöldaspá



Gagnasöfnun

Svörun í úrtaksrannsóknum
um einstaklinga og heimili

67%

Þátttaka í úrtaksrannsóknum
um einstaklinga og heimili

Rúmlega 22 þúsund einstaklingar

Til að draga úr svarbyrði einstaklinga og fyrirtækja leggur Hagstofan áherslu á að nota stjórnsýsluskrár til að afla gagna þar sem þess er kostur. Hún stendur jafnframt að eigin gagnasöfnun meðal einstaklinga, stofnana og fyrirtækja til að geta staðið við lagalegar skuldbindingar um hagskýrslugerð.

Hagstofan stendur að umfangsmiklum úrtaksrannsóknum ár hvert. Vinnumarkaðsrannsókn fer fram allt árið líkt og rannsókn á útgjöldum heimilanna. Í vinnumarkaðsrannsókn eru einstaklingar spurðir um stöðu sína á vinnumarkaði og liggja svörin til grundvallar hagskýrslugerð um vinnumarkaðsmál. Í rannsókn á útgjöldum heimilanna gefa einstaklingar nákvæmar upplýsingar um útgjöld heimilisins og eru niðurstöður rannsóknarinnar lagðar til grundvallar vísitölu neysluverðs. Þá rannsakar Hagstofan lífskjör í landinu árlega en lífskjararannsókn gefur meðal annars mikilvægar upplýsingar um tekjudreifingu. Þá framkvæmdi Hagstofan á árinu samevrópska heilsufarsrannsókn þar sem einstaklingar svöruðu meðal annars spurningum um eigin líðan, notkun á heilbrigðisþjónustu, hreyfingu, næringu og fleira tengt heilbrigði. Heildarfjöldi þátttakenda í úrtaksrannsóknum um hagi einstaklinga og heimila var rúmlega 22 þúsund á árinu og svörun að meðaltali rúmlega 67%.

Hagstofan stendur einnig að víðtækri gagnasöfnun meðal fyrirtækja, annarra rekstraraðila og sveitarfélaga, til dæmis fyrir launarannsókn, fjárhagsupplýsingar sveitarfélaga, vísitölur neysluverðs og byggingarkostnaðar, rannsókn á rannsókna- og þróunarstarfi og þjónustuviðskipti við útlönd.