Fjármál og rekstur

Hagstofa Íslands var rekin með 5 m.kr. afgangi árið 2016, en var með 53,5 m.kr. halla árið 2015. Breyting á afkomu skýrist af auknu aðhaldi í rekstri, auk þess sem eftirstöðvar styrkja frá Evrópusambandinu að fjárhæð 20 m.kr. voru færðar til tekna. Eins og fram kemur í kafla um starfsmannamál fækkaði stöðugildum um 5% frá fyrra ári. Heildartekjur námu samtals 1.302,7 m.kr. Framlag úr ríkissjóði hækkaði úr 1.049,4 m.kr. í 1.152,3 m.kr. á milli ára eða um 9,8%. Sértekjur hækkuðu um 7,15 m.kr. eða 5%. Heildargjöld ársins voru 1.297,5 m.kr. og hækkuðu um 4,1% á milli ára, en þar af var launakostnaður 1.073 m.kr. eða 83% af heildarútgjöldum.

image/svg+xml 1.246,1 milljónir Gjöld Tekjur 1.192,6 milljónir Tekjur Gjöld 1.302,7 milljónir 1.297,5 milljónir 2015 2016

Rekstrarreikningur (í milljónum króna)

Tekjur 2016
Alls 1.302,7
Framlag úr ríkissjóði 1.152,3
Sértekjur 150,4
Gjöld
Alls 1.297,5
Laun 1.073,0
Ferðakostnaður, námskeið, fundir 35,2
Rekstur 16,0
Þjónusta 62,6
Verkkaup 4,8
Húsnæðiskostnaður 102,7
Eignakaup 3,2
Tekjuafgangur / halli 5,1

Tekjur

Heildartekjur Hagstofu Íslands árið 2016 voru 1.302,7 m.kr., þar af var framlag úr ríkissjóði 1.152,3 m.kr. og sértekjur 150,4 m.kr. Hækkun ríkisframlags skýrist að mestu af launa- og verðlagsuppfærslu fjárlaga.

Sértekjur

Sértekjur ársins 2016 námu 150,4 m.kr., þar af voru 56,1 m.kr. vegna þjónustusamnings við kjararannsóknarnefnd og 13,9 m.kr. vegna þjónustusamnings við kjararannsóknarnefnd opinberra starfsmanna. Seld þjónusta nam 36,6 m.kr. sem er örlítið lægri upphæð en á fyrra ári, en þá var seld sérfræðiþjónusta tæpar 42 m.kr. Styrkir frá erlendum aðilum námu 41,5 m.kr. en af þeirri fjárhæð eru 20 m.kr. eftirstöðvar styrkja frá Evrópusambandinu vegna verkefna sem nú er lokið. Sala hagskýrslna, aðrar tekjur og fjármunatekjur námu um 2,3 m.kr.

Rekstrargjöld

Heildargjöld ársins námu 1.297,5 m.kr. Stærstu útgjaldaliðir Hagstofunnar eru sem áður laun og launatengd gjöld eða sem nemur 82,7% af heildarútgjöldum. Launaútgjöld hækkuðu um 6,2% á milli ára vegna áhrifa gerðardóms um laun ríkisstarfsmanna og kjarasamninga. Húsnæðiskostnaður er annar stærsti útgjaldaliðurinn og nemur hann 10% af heildargjöldum. Verkkaup hækkuðu nokkuð árið 2016, voru 4,8 m.kr. árið 2016 en 3,5 m.kr. árið áður. Eignakaup lækkuðu töluvert og námu 3,2 m.kr en voru 7,4 m.kr. árið áður. Aðkeypt þjónusta lækkaði um 5% og nam 62,6 m.kr. en var 78,1 milljón árið áður. Aðrir rekstrarliðir hækkuðu um 1% og námu 16 m.kr. en voru 15,3 m.kr. árið 2015.

Launakostnaður nam 1.073 m.kr. og önnur rekstrargjöld 224,5 m.kr. Önnur rekstargjöld skiptast þannig: Húsnæðiskostnaður 102,7 m.kr., aðkeypt þjónusta 62,6 m.kr., ferðakostnaður, námskeið og fundir 35,2 m.kr., almennur rekstur 16 m.kr., eignakaup 3,2 m.kr. og verkkaup 4,8 m.kr.