Lög ESB um hagskýrslur

Hagskýrslugerð er hluti af EES-samningnum sem tók gildi hér á landi árið 1994. Í evrópska hagskýrslusamstarfinu er hagskýrslugerð stýrt í ríkum mæli með lagasetningu. Þetta á sér þær skýringar að lagasetning er sú leið sem talin er að best tryggi sambærilega framleiðslu hagtalna í hagskýrslusamstarfinu. Einn mikilvægasti eiginleiki opinberrar alþjóðlegrar tölfræði er sambærileiki hagtalna milli ríkja og að gæði þeirra séu áþekk. Gagnvart Íslandi gilda nær allir lagagjörningar Evrópusambandsins á sviði hagskýrslugerðar með fáum undantekningum. Eru þeir teknir upp í viðauka XXI við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið. Alls hafa 427 hagskýrslugerðir verið innleiddar í samninginn að meðtöldum þeim gerðum sem tóku gildi við upphaf hans.

Fjöldi ESB gerða í hagskýrslugerð sem tóku gildi ár hvert (1993-2016)

image/svg+xml 1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 25 20 15 10 5 30 0 35 25 20 15 10 5 30 0 35
Númer ESB-lagatexta Nýjar EES/ESB gerðir í hagskýrslugerð árið 2016
2016/8 Viðhengi við vinnumarkaðskönnun árið 2017 um sjálfstætt starfandi
2016/114 Viðhengi við tekju- og lífskjarakönnun (SILC) um heilsufar og heilbrigði barna
2016/172 Breytingar á grunnreglugerð á Evrópskum umhverfisreikningum er varðar orkuafurðir
2016/335 Tímabundnar undanþágur ákveðinna ríkja vegna Evrópska umhverfisreikninga
2016/792 Samræmd neysluverðvísitala (HICP)
2016/1013 Breytingar á grunngerð um viðskiptajöfnuð, þjónustujöfnuð og beina erlenda fjárfestingu.
2016/1253 Breytingar á gagnaskiptum tollayfirvalda og hagskýrsluframleiðenda
2016/1724 Breytingar á grunngerð tölfræði um utanríkisviðskipti vegna heimilda framkvæmdarstjórnarinnar til setningar gerða um framkvæmd og framseldra gerða er varða ákveðin atriði
2016/1851 Upptaka áætlunar um viðhengi fyrir vinnumarkaðskönnunina fyrir árin 2019,2020 og 2021
2016/1872 Vöruflokkunarskrá ESB (prodcom). Regluleg endurskoðun
2016/1952 Evrópsk tölfræði um verð á gasi og rafmagni
2016/2119 Breytingar á grunngerðum í tölfræði um utanríkisverslun er varðar flokkun í vörulistum
2016/2236 Viðhengi við vinnumarkaðskönnunina árið 2018 um samþættingu vinnu og fjölskyldulífs
2016/2304 Skilgreining á ýmsum atriðum í gæðaskýrslum gagnaskila í þjóðhagsreikningum

Ný innleiðingareglugerð

Hinn 11. júlí 2016 undirritaði forsætisráðherra nýja innleiðingareglugerð. Með því voru fyrstu 176 hagskýrslugerðirnar leiddar í Íslenskan rétt og brugðist við nauðsynlegum umbótum á innleiðingu evrópskra gerða á sviði hagskýrslugerðar. Reglugerðin verður uppfærð reglulega þar til hún nær yfir löggjöf sem hefur verið innleidd í EES-samninginn á sviði hagskýrslugerðar.