Starfsfólk

Starfsmannamál

Í lok árs 2016 starfaði 101 fastráðinn starfsmaður hjá Hagstofunni í 99 fullum stöðugildum, sem er fækkun um 5% frá árinu áður. Meðalaldur starfsmanna var tæp 46 ár og höfðu þeir starfað að meðaltali um 8,9 ár hjá stofnuninni. Á undanförnum árum hefur hlutfall háskólamenntaðra starfsmanna hækkað. Í lok árs 2016 var hlutfall háskólamenntaðra 82% en það er svipað og árin á undan. Nokkrar mannabreytingar voru á árinu. Ellefu starfsmenn hættu störfum og fimm nýir starfsmenn hófu störf. Auk fastráðinna starfsmanna störfuðu hjá Hagstofunni á árinu alls 93 lausráðnir spyrlar sem unnu um 7,4 ársverk við innsöfnun gagna.

Menntun starfsmanna

image/svg+xml Hagfræði Grunnmenntun Félagsfræði Tölvunarfræði Verkfræði Viðskiptafræði Sálfræði Stjórnmálafræði Bókasafnsfræði Iðnaðarverkfræði Landfræði Aðferðafræði Búfræði Eðlisfræði Fjárfestingastjórnun Fjármálafræði Hugbúnaðarverkfræði Iðnaðartæknifræði Kennari Kerfisfræði Líffræði Læknisfræði MBA MPA Skógfræði Tölfræði Vinnumarkaðsfræði Vörustjórnun (24) (18) (8) (6) (5) (4) (3) (2) (1) (6) (6) (2) (1) (1) (1) (1) (1) (1) (1) (1) (1) (1) (1) (1) (1) (1) (1) (1)

Fræðsla fyrir starfsfólk

Ýmiss konar fræðsla stóð starfsfólki til boða árið 2016. Boðið var upp á námskeið í framkomu í fjölmiðlum fyrir starfsfólk og stjórnendur auk þess sem stjórnendur fengu þjálfun í framkvæmd frammistöðusamtala. Mikið var um kynningar af ýmsu tagi eins og undanfarin ár. Þar má helst nefna kynningar á gæða- og öryggismálum auk þess sem nýir starfsmenn fengu sérstaka fræðslu um Hagstofuna og starfsemi hennar. Deildir Hagstofunnar kynntu starfsemi sína og verkefni fyrir samstarfsfólki auk þess sem fjölmargir sérfræðingar héldu kynningar á áhugaverðum niðurstöðum úr birtingum Hagstofunnar. Tvö fjarnámskeið í gagnagrunnum voru haldin á árinu þar sem kennsla fór fram í gegnum netið auk þess sem boðið var upp á fyrirspurnartíma með sérfræðingi.

Félagslíf

Starfsmannafélag Hagstofunnar hélt uppi fjörugu félagslífi árið 2016 eins og undanfarin ár. Af árlegum viðburðum má nefna árshátíðina sem að þessu sinni var haldin utan höfuðborgarsvæðisins, nánar tiltekið á Stracta Hótel á Hellu og var vel sótt eins og ávallt. Þá var farin haustferð á Hvalasafnið og í sjóstangaveiði en ferðinni lauk með grillveislu í Viðey. Hið árlega jólaglögg var á sínum stað í boði hagstofustjóra.

Hvalasafn
Starfsfólkið fékk leiðsögn um Hvalasafnið
Tyllidagur
Rekstrarsvið hélt tyllidag um jólin

Þá má að auki nefna nokkra minni en þó fasta viðburði eins og Bleika daginn, þar sem starfsmenn mættu í bleiku og gæddu sér á bleikri köku í tilefni dagsins, svo og Októberfest með öllu sem því fylgir og haldið er í samvinnu við stofnanir í Borgartúni 21. Starfsmenn gerðu ýmislegt annað sér til skemmtunar, t.d. hélt Logi Bergmann erindi um vinnustaðagrín sem lagðist vel í mannskapinn.

Grillarar
Setið saman til borðs
Góð tónlist
Starfsmannafélagið hélt grillveislu í Viðey

Farið var í tvær sögugöngur um nágrenni Hagstofunnar með Stefáni Pálssyni sagnfræðingi í janúar og apríl og spurningakeppnin „Viltu vinna bjór“ var haldin um miðjan apríl. Fjölskylduhátíð starfsmannafélagsins var haldin í Gufunesi í júní og heppnaðist stórvel. Á meðal viðburða má nefna jólakonfektgerð sem verður vinsælli með hverju árinu, keilumót Hagstofunnar, golfmót ríkisstofnana, jólaföndur, jólaball og margt fleira.

Sirkuslistir
Starfsfólkið fékk æfingu í sirkuslistum
Verðlaunapeningur
Sumir starfsmenn eru kuldasæknari en aðrir
Aflinn grillaður
Aflinn úr sjóstangveiðinni var grillaður ofan í mannskapinn